Altus Lögmannsstofa tekin til starfa
Anton Magnússon
Ný lögmannsstofa, Altus lögmenn, hefur tekið til starfa. Að baki stofunnar standa hæstaréttarlögmennirnir Jón Ögmundsson, JD og Anton B. Markússon. Báðir búa þeir yfir áratuga reynslu af lögmannsstörfum og geta boðið sérhæfða þjónustu á vel flestum réttarsviðum til fyrirtækja, stofnana, sveitarfélaga og einstaklinga. Báðir geta fylgt dómsmálum frá upphafi þeirra og til loka í dómskerfinu fyrir héraðsdómi, Landsrétti (frá 2018) og Hæstarétti Íslands, svo fullkomin samfella verði í hagsmunagæslu viðskiptavinarins.